Freyja

Týnd í tölvunni

miðvikudagur, mars 31, 2004

vá hvað þetta er flott tölva marr, en djöfull er eitthvað skringilegt lyklaborð. Ég er að nota nýju flottu t-lvuna hans Gumma. Hann var að kaupa ser ýkt flotta (og dýra) fartölvu. Næu getur maður setið í stofunni borðað, horft á sjónvarpið og kíkt á netið allt á sama tímanum. Við vorum á "det smaas fest" í skólanum hjá Ársól. Þarna voru 0 og 1 bekkur og 3 bekkur var með skemmtiatriði og svo voru nokkrir eldri nemar (ca 12 ára) og sáu þeir um að selja bjórinn á barnum. Þetta er svo fyndið að kaupa bjór af svona litlum krökkum. Það var dansað og leikið sér fram til kl hálf níu. Strákrarnir orðnir vel sveittir af hamaganginum enda er þetta meira svona hlaupa eins mikið og ég get dans sem strákarnir dansa. Við erum alveg að fara í páskafrí jibbbbbíiíííí´bara nokkrir dagar í viðbót, svo erum við á leiðinni í sumarbústað yfir á sjáland með m&p, h&þ&fh. gaman gaman. ætlum sko að hafa það huggulegt.

Á morgun er svo allt í plati dagurinn, við Ársól erum búnar að ákveða að plata Gumma ærlega, segi frá því seinna.

Góða nótt góðir hálsar

þriðjudagur, mars 30, 2004

Ég er búinn að eignast lítinn frænda. Jibbíííí. Eydís stóra systir eignaðist lítinn stubb í gær, svo nú er Baldur orðinn stóri bróðir. Það er nú ótrúlega flott að vera orðinn stóri bróðir. Gaman gaman. Eydís Daði og Baldur innilega til hamingju með litla stubbinn ykkar. Hlakkar ótrúlega mikið til að sjá ykkur vonandi sem allra allra fyrst.

Sumartíminn

Núna á laugardaginn kl 3 var tímanum breytt og ég er ekki alveg að virka. Samt var þetta bara ein klukkustund sem var tekin af nætursvefninum, en það er líka fyrir vikið miklu bjartara seinnipartinn. Mánudagsmorgunn var frekar erfiður, og ekki var þriðjudagsmorguninn skárri, en þetta hlýtur að venjast, ja allavega svona áður en þeir breyta tímanum aftur í haust.

föstudagur, mars 26, 2004

Eldur, eldur

Í gær kviknaði eldur hérna á rannsóknarstofunni, það var einn snillingurinn að gera einhverja æsispennandi tilraun, og kveikti í öllu draslinu. Það kviknaði í út frá brennara sem hún var að nota og eldurinn komst í sprittbrúsa sem stóð þarna hliðiná, til þess að reyna að slökkva í dótinu, greip hún sloppinn sinn og henti yfir eldinn og auðvitað fuðraði sloppurinn hennar upp og eldurinn magnaðist upp. Nokkrir fílhraustir karlmenn komu henni til aðstoðar og slökktu eldinn, það mátti eiginlega ekki muna miklu því eldurinn var kominn í pappíra og dót sem var á borðinu. Eftir þennan hamagang þurfti að reykræsa allt hérna og það var varla líft. En svona er nú lífið á labbinu, alltaf eitthvað fjör.

miðvikudagur, mars 24, 2004

Sveitaferð=búðarferð

Já við Sigurrós nágranni fórum í sveitaferð í gær, tilgangur ferðarinnar var jú auðvitað að athuga hvort við gætum ekki örugglega fundið eitthvað til þess að eyða námslánunum í.......við fórum í stærstu húsgagnabúð sem ég hef farið í: Risa búð út í sveit. Finnst þetta frekar fyndið að hafa svona stóra búð út í sveit. Keyptum reyndar ekkert í þessari ferð (óvenjulegt þegar við erum á ferðinni) en við bætum þetta bara upp seinna. Annars er allt bara á réttu róli tilraunin sem ég var að gera í dag var ekkert spennandi og skilaði engum niðurstöðum, en það er ekkert nýtt. Ég verð þarna þar til ég verð fertug.....ekki að ég sé að verða það eitthvað á næstunni.

þriðjudagur, mars 23, 2004

Ruggutönnin er farin!!

Ársól er búin að missa framtönn. Loksins loksins það er búið að bíða mikið eftir að ruggetönnin detti alveg. Og í gærkvöldi kippti hún henni sjálf úr. Þvílík hetja. Svo mamma og pabbi (amma og afi) nú fáið þið sko að sjá alvöru skarð!! Þetta var frekar stolt stelpa sem hélt á tönninni í gær. Það er farið að telja niður þar til þið komið í heimsókn, búið að gera dagatalið þannig að auðvelt sé að telja dagana. Annars er Ársól enn með hósta, ætlar ekkert að ná þessu úr sér, en nú verður allt sett á fullt í galdralækningum svo menn verði orðnir frískir áður en amma og afi komi. VIð ætlum sko að fara í bústað með þeim á suður sjálandi. það verður svo sannarlega notarlegt hjá okkur, líka þar sem litli krútt frændi hann Fjalar ætlar að koma. Verður sko aldeilis hægt að fara í mömmó með honum......(hann getur allavega verið dúkkan).

Biðjum að heilsa

Freyja og Ársól

sunnudagur, mars 21, 2004

Rigning og rok af bestu gerð

Já það er svo sannalega búið að vera íslenskt rigningarveður núna um helgina, enda er bara búið að sitja, kjafta og spila allal helgina. Sigrún og Skúli voru í heimsókn svo Skúli var auðvitað settur í það að læra reglurnar í "nýja" SETTLERS spilinu sem Gummi fékk í jólagjöf, svo var spilað og spilað. Eigum örugglega eftir að skreppa fljótlega upp í Aarhus til þess að spila meira.

Strákarnir skelltu sér reyndar í messu á föstudagskvöldið. Þetta var erótísk messa og komu þeir margs vísari til baka. Þarna var hægt að skoða og prófa ýmislegt, Gummi prófaði td að fara í gapastokk og konan sem var að sýna þetta sniðuga tæki læsti auðvitað öllum læsingum og Gummi komst hvergi. Þegar hún var búinn að festa hann þarna, sagði hún honum að það kostaði 1900 kr (danskar) að losa sig, þá fóru að renna tvær grímur á minn mann sem stóð þarna fastur í annarlegri stellingu. Konan spurði hann síðan hvort hann héldi að vinir hans vildu borga 100 kr til þess að leysa hann. Auðvitað eru þetta sannir vinir og þeir snéru sér við og gerðu sig líklega til þess að labba í burtu. Þá sagði kona að hún gæti líka rassskellt hann (með svipu) 5 sinnum og þá fengi hann að fara...... hann fékk sín fimm högg og bað um eitt til viðbótar.....á meðan vinir hans stóðu álengdar og grenjuðu sig máttlausa úr hlátri. En hann hefur örugglega lært eitthvað af þessu.....eða kannski ekki. Ég hefði nú alveg verið til í að vera fluga á vegg þarna. Ekkert viss um að ég hleypi honum í messu á næstunni.

þriðjudagur, mars 16, 2004

Vorið er komið

Ahhhh nú er loksins komið vor í loftið hérna í Odense. Var að hjóla hingað upp á spítala í þessu líka blíðskaparveðri, eitthvað annað en að hýrast á hjólinu í frosti og kulda, það ekki notarlegt get ég sagt ykkur. En þetta var sko aldeilis fínt, hjólaði reyndar næstum því á bíl því ég var að glápa svo mikið út í loftið, en rétt náði að sveigja framhjá hættunni og komst klakklaust hingað. Verð nú eiginlega að fara að taka ´mig á og nota hjálm, allavega ef ég ætla að vera mikið í því að glápa út í loftið..... En þið vitið það að hérna er það ekki til siðs að hjóla með hjálm og ef maður gerir það er horft á mann ýkt mikið. Þeir sem nota hjálma eru álitnir eitthvað skrýtnir og hafa ekki fyrir því að taka hjálmana af sér þegar þeir fara inn í verslanir, það er ekkert minna horft á fólk með hjálma inn í búðum en þegar maður er með hjálm á hjólinu........

Namm namm namm haldið þið að við höfum ekki (eða Ársól) fengið pakka um helgina, Svala Vala var að senda okkur (Ársól) pakka, fullan af íslensku nammi. Ekkert smá gott. Takk fyrir sendinguna Vala. Þurfum auðvitað að spara smá en það verður örugglega tekið hraustlega á í nammiátinu næstu helgi.

Við vorum nú eiginlega ekki að gera neitt um helgina, vill svo skemmtilega til að Gummi var að læra. En þetta hlýtur að taka einhvern enda, allavega eftir nokkur ár.

Er núna að reyna að vera ýkt dugleg og skrifa niðurstöður inn í tölvuna, þetta tekur óratíma og þá er nú skemmtilega að blogga um ekki neitt. Fékk svo góðar niðurstöður úr rannsókninni sem ég var að gera á föstudaginn, það er nú greinilegt að maður þarf að nota svona föstudagskvöld í það að vera í vinnunni.

Þar til síðar, bið að heilsa ykkur..........

laugardagur, mars 13, 2004

Hvað er notarlegra en að vakna á laugardagsmorgni, og borða ristað brauð upp í rúmi. Ahhhh það er ekkert smá notarlegt. Þurfti reyndar að taka allt af rúminu eftir þessa máltið okkar mæðgna, þar sem rúmið var eiginleg fullt af brauðmylsnu. En notarlegt samt. Gummi fór í skólann eldsnemma í morgun svo við vorum bara tvær heima.

Ég veit ekki hvað ég hef séð margar hryllingsmyndir um ógnvekjandi hluti sem gerast innan veggja sjúkrahúsa seint um kvöld....og ég hef alltaf sagt við sjónvarpið, og fólkið sem er að leika í myndunum ( já ég tala oft við sjónvarpið) " Þú átt ekki að vera þarna um kvöld, þá gerist alltaf eitthvað hræðilegt, drífðu þig heim". En hvað gerði ég á föstudagseftirmiðdag ég þurfti að fara upp í vinnu eftir að Gummi kom heim úr skólanum, það var búið að læsa öllu og húsvörðurinn hleypti mér inn, allt slökkt og dimmt. Uhhhhhhh, komst inn á rannsóknarstofuna mína og fór að vinna. Þetta var ekkert smá hræðilega skringilegt. Heyrði fullt af skringilegum hljóðum og fannst alltaf einhver vera að koma. Þetta var svona atriði eins og þegar við stelpurnar í hverfinu vorum að horfa á hryllingsmyndir heima hjá Hrafnhildi og Heiðu, og við sátum allar öskrandi undir teppi. Ég beið bara eftir að eitthvað myndi gerast. En sem betur fór var nóg að gera hjá mér og ég hætti að taka eftir öllum þessum skringilegu hljóðum, en ég var allavega ferlega fegin að ég þurfti ekki að fara niður í undirkjallarann á spítalanum, það er ekki venjulegur kjallari, maður lætur alltaf vita þegar maður fer niður, og helst bíður maður þar til einhver annar þarf að fara niður. Var mjög fegin þegar tilraunin sem ég var með í gangi var búin og ég gat farið heim.

miðvikudagur, mars 10, 2004

Eins og þið hafið kannski tekið eftir þá er búið að vera smá litagleði á síðunni. Ástæðan var að Gummi slapp í tölvuna og breytti öllu. Ég snillingurinn kunni ekki síðan að breyta þessu aftur en nú er ég sest fyrir framan tölvuna og er að reyna að finna út úr þessu forritunar tungumáli, sem ég skil ekkert í. Svo látið ykkyr ekkert bregða.

Erum annars bara lasnar heima við mæðgurnar, það tók greinilega á að fá Fjalar Hrafn og Helgu í heimsókn hehehe

sunnudagur, mars 07, 2004

Sunnudagur til s?lu.

Já nú er sko enginn þynnka í gangi. Fór í afmæli hjá Bryndísi og Ólöfu í gærkvöldi, þar var hellings stuð en ég dreif mig snemma heim, sem var l?ka bara eins gott ?v? ?g var vakin kl 7 og ?rs?l st?kk fram ?r og s?tti skólatöskuna sína, hún fékk verkefni heim ?r sk?lanum og ?tt a? semja lj??. Vi? s?tum m??gurnar upp ? r?mi og s?mdum lj?? me? or?ab?kina opna fyrir framan okkur. Mj?g f?nt. Annars er ?v?l?kur kraftur ? manni h?rna, b?i? a? ?r?fa og ryksuga me? n?ju flottu ryksugunni, b?i? a? fara ? ?vottah?si? me? risapoka af ?votti, reyndar var ekki inneign fyrir nema einni v?l svo restin ver?ur a? b??a betri t?ma. ?rs?l er a? fara ? afm?li til Natal?u og Gummi er ? sk?lanum, veit ekki hva? ?g ? a? gera af m?r. Sem betur fer koma Fjalar og Helga ? heims?kn ? kv?ld. Gaman gaman.

laugardagur, mars 06, 2004

Já það er kominn laugardagur og það er frekar mikil þynnka í gangi, enn eina ferðina. Ég þoli ekki þynnkudaga, maður kemur engu já einmitt engu í verk.

Kristján og Anna Fríða komu í mat með Tómasi prakkara. Við vígðum matarstellið og borðuðum fylltar kalkúnabringur namm namm. og forrétt og eftirrétt og eftireftirrétt og miðnætursnarl.

Það er einn góður kostur við það að búa hérna á kollegiinu, það er að barinn er hérna við hliðiná og því hlupum við stelpurnar aðeins yfir og dönsuðum við nokkur lög, svo urðum við auðvitað að heyra smá U2 og hlupum þá bara heim og náðum í diska sem plötusnúðurinn spilaði svo fyrir okkur. Matarboðið endaði með því að konurnar steinsofnuðu í hjónarúminu meðan karlpeningurinn brá sér á barinn. En það var líka alveg kominn tími á að fá sér lúr...... vorum orðnar frekar þreyttar. Rosa skemmtilegt kvöld. En ekki alveg það sama hægt að segja um daginn í dag. Ætla reyndar að fara ýta Gumma fram úr og kíkja upp í hús. Við erum líka búin að afreka það að fara í jem og fix og kaupa spýtur og svo á mama´s pizza og borða pizzu með Gústa og Þóru.

fimmtudagur, mars 04, 2004

Pössun, gæsaendur og matarpakkar

Í gær var Birgitta Rut í pössun, og gisti í nótt. Þetta var auðvitað einstaklega spennandi og þær gátu varla beðið eftir að komast heim úr skólanum. Léku sér auðvitað fram á kvöld. Við vorum að lesa bók um afkvæmi dýranna og þær voru nú frekar fyndnar stöllurnar. Birgitta var nú alveg viss um að afkvæmi gæsarinnar væri auðvitað önd og svo var afkvæmi kýrinnar orðið folald.....þeim er eitthvað farið að förlast. Annars gekk pössunun vel, en djö hvað ég skil núna ad danir eignist bara að meðaltali 2 börn. Það er ýkt leiðinlegt að smyrja svona marga matarpakka.

Kveð ykkur að sinni...hafið það gott

miðvikudagur, mars 03, 2004

Freyja har du fået andet hår??????

Daaaaa er ég búin að fá mér annað hár. Hverjum dettur í hug að spyrja svona. Auðvitað ekki. Var bara að lita það í gær. Frekar fyndin spurning finnst mér. En þetta er búið að hljóma hérna á vinnustaðnum í dag.

Er í fýlu tilraunin gekk ekki eins vel og ég var búin að gera mér vonir um, best að fara bara heim og fá sér að borða. Matur læknar öll mein. Er það annars ekki.

Þar til síðar.............

þriðjudagur, mars 02, 2004

Hvað er í gangi ég blogga 2 sinnum á sama deginum, já eða núna 3 X. Þetta gengur náttúrulega ekki....

Godkendelse af ansøgning

Hermed fremsendes bekræftelse på, at Det Naturvidenskabelige Studienævn har godkendt din ansøgning om speciale studieaktivitet.

Loksins loksins þeir taka sér góðan tíma í þetta þarna upp í háskóla, en núna er ég búin að fá verkefnið góðkennt. Nú er bara að herða sig upp og setja smá kraft í þetta svo hlutirnir fari að ganga. Er að fara á fund með öllum skemmtilegu leiðbeinendunum mínum og þá kemur í ljós hvernig framhaldið verður hjá mér. Hvort ég fái ekki bráðum að gera eitthvað spennandi. Reyndar er ég með mjög fína leiðbeinendur, hressir og kátir. En mér finnst stundum vanta einhvern sem tekur ákvarðanir, æjjjj svona einn sem segir þetta á að vera svona og púnktur. Torben er aðalleiðbeinandi minn,hann er doktor í einhverju og öllu, er svona dæmigerður vísindamaður, allt í rúst á skrifborðinu en hann finnur samt alltaf allt sem hann vantar, allt í graut. Ég hitti hann ekkert allt of oft en ef það hittir svo til að maður rekist´á hann þá er eins gott að maður sé ekkert upptekinn því hann á það til að tala í 2 tíma. Svo er það Jesper, hann er lektor hérna og er rosa fínn, en það er erfitt að vinna með honum því hann er alltaf að segja brandara og hlær ýkt mikið.....en skemmtilegt. Svo er það Mads, þriðji leiðbeinandinn minn (eins og ég sé eitthvað ýkt treg, þarf 3 leiðbeinendur), hann er sá sem ég er alltaf að nöldra í. Ef eitthvað gengur ekki þá er bögga ég hann út í eitt. Hann á eftir að henda mér út á endanum. Mig langaði bara að segja ykkur frá þeim sem ég er að vinn með. Mér finnst líka fyndið að sá sem aðalleiðbeinandi er sá sem ég hitti minnst.

Jæja þá er upprunninn öskudagur, ákaflega skýr og fagur......

Helgin var svossum alveg ágæt, Gummi var ekkert heima voða notarlegt fyrir okkur stelpurnar. Hann var að hamast að læra undir próf. Emilía fékk að gista hjá Ársól og höfðu þær stöllurnar kósíkvöld hjá sér. Við fórum svo á skauta niðri í bæ. Á sunnudag dró ég Sigurrós með mér á antiksölu. Þegar við vorum að fara hittum við Ásu og Helga og drógum þau með okkur. Ég var að leita mér af stólum en kom heim með matarstell. Reyndar var ég ekki með pening svo Ása reddaði mér, gott að taka fólk með sér í búðir og láta það borga, það borgar sig svo sannarlega. Þetta er rosa flott "stell" með 13 djúpum diskum og 6 venjulegur (ég veit frekar skrýtið) svo er stór súpu skál, lítil og fullt af fötum og dóti. Hrikalega flott. En núna vantar mig bara skáp til að geyma þetta í. Verð að finna hann á einhverri sölunni.

ps Srós Ég borðaði "EKKERT" á sunnudagskvöldið....títí