Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, nóvember 27, 2007

Það hlaut að koma að því..........

.........að við fengjum lóðina afhenta. Lóðin átti að vera tilbúin 15. október og síðan höfum við verið í stöðugu og skemmtilegu haltumérslepptumér sambandi við Reykjavíkurborg. Síðast í gær heyrðum við í þeim og spurðumst fyrir með lóðina...jújú það á að vera búið að ganga frá þessu og lóðin er tilbúin fyrir ykkur og er búin að vera það síðan 16 nóv.....halllllóóó það láðist að láta okkur vita!! Jú svo kom skýringin á því. " Það eru bara búin að vera veikindi hjá okkur svo við höfum ekki haft tíma til að senda út bréfin" Daaaaa dofinhausar! Hvað með þá sem bíða í startholunum eftir að byrja eiga þeir bara að bíða....fyrir utan það að öll bið kostar fullt af peningum. En við erum ekki alveg tilbúin, það á eftir að fínpússa síðustu smáatriðin og svo kviss kvass bang húsið byggt!!

Í mínum huga er þetta náttúrulega bara að smella upp einu stykki húsi. Eina reynslan mín í húsbyggingum er kofasmíð og lagði ég mitt að mörkum þegar kofabyggðin blómstraði hvað mest í Nesjahverfinu. Þá risu hvert stórvirkið upp á fætur öðru, hvert öðru flottara. Með slíka reynslu í kofabyggingum verður mér enginn vandi á höndum að smella upp einu stykki húsi.....

hils pils Freyja

þriðjudagur, nóvember 20, 2007

Í myrkrinu situr maður...

....og laumureykir.

Í gærkvöldi sló út rafmagninu hjá okkur eins og svo oft áður og varð allt kolsvart. Ég fikraði mig því upp í bílskúrinn þar sem hægt er að slá inn rafmagninu aftur. Allt gekk eins og í sögu og ég komst inn í bílskúrinn ( sem þó í þetta sinn angaði af reykingarlykt) klofaði yfir allt draslið sem liggur á gólfinu og er að leita af rétta takkanum þegar ég heyri rétt bak við mig "á ég að hjálpa þér?" Arrrrg hvað mér brá. Og þarna sat karluglan af efri hæðinni og laumureykti í myrkrinu. Hann var bara heppinn að ég var ekki vopnuð því þá hefði hann eflaust fengið einn á hann. En er ekki fokið í flest skjól þegar menn á sextugsaldri eru farnir að fela sig inn í bílskúr til þess að reykja.

Látið ykkur líða vel

mánudagur, nóvember 19, 2007

Hvurslags eiginlega er þetta með þessa síðu hérna hún uppfærir ekki fréttirnar sjálfkrafa....hnusss. Og þar sem hún á svona afburða latan ritstjóra þá gerist jú bara ekkert hérna inni.

Fékk vægan vott af breytingarskeiðinu sl helgi, tók mig til og breytti og breytti heima. Hefði alveg getað breytt fleiru en þar sem þeir hlutir sem eftir stóðu voru boltaðir niður lét ég það liggja á milli hluta að færa. Það er alltaf svo hressandi að breyta smá og ég get ekki beðið eftir að komast í RISA húsið mitt, þar sem ég get breytt endalaust.

Húsamálin ganga ágætlega, rólega þó. Erum búin að fá fyrstu teikningar samþykktar hjá borginni, þrátt fyrir að þeim fyndist við verða að laga útlitið á húsinu.....þeim fannst það ljótt!!! Jámm en við höfum greinilega bara annan smekk og höldum fast við okkar ákvarðanir og ætlum að byggja okkur stórt og ljótt hús. Núna situr Gumminn sveittur og reiknar og reiknar burðarþol og aðra óskiljanlega hluti. Ég sem hélt að vgætum bara byrjað um leið og borgin segði amen. En nein nei þá þarf að reikna og teikna meira og nákvæmara og ganga úr skugga um að húsið hrynji ekki í fyrsta stormi. Svo þessa daga er ég alenemor á breytingarskeiðinu!! Ekki góð blanda.