Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, nóvember 27, 2007

Það hlaut að koma að því..........

.........að við fengjum lóðina afhenta. Lóðin átti að vera tilbúin 15. október og síðan höfum við verið í stöðugu og skemmtilegu haltumérslepptumér sambandi við Reykjavíkurborg. Síðast í gær heyrðum við í þeim og spurðumst fyrir með lóðina...jújú það á að vera búið að ganga frá þessu og lóðin er tilbúin fyrir ykkur og er búin að vera það síðan 16 nóv.....halllllóóó það láðist að láta okkur vita!! Jú svo kom skýringin á því. " Það eru bara búin að vera veikindi hjá okkur svo við höfum ekki haft tíma til að senda út bréfin" Daaaaa dofinhausar! Hvað með þá sem bíða í startholunum eftir að byrja eiga þeir bara að bíða....fyrir utan það að öll bið kostar fullt af peningum. En við erum ekki alveg tilbúin, það á eftir að fínpússa síðustu smáatriðin og svo kviss kvass bang húsið byggt!!

Í mínum huga er þetta náttúrulega bara að smella upp einu stykki húsi. Eina reynslan mín í húsbyggingum er kofasmíð og lagði ég mitt að mörkum þegar kofabyggðin blómstraði hvað mest í Nesjahverfinu. Þá risu hvert stórvirkið upp á fætur öðru, hvert öðru flottara. Með slíka reynslu í kofabyggingum verður mér enginn vandi á höndum að smella upp einu stykki húsi.....

hils pils Freyja

3 Ummæli:

Þann 28 nóvember, 2007 , Anonymous Nafnlaus sagði...

já ég veit að þú verður enga stund að smella upp húsi :)

verðuru ekki alveg öruglega flutt inn um jólin?

ég þekki reindar einn sem setti sér fastan dag sem hann ætlaði að sofa fyrstu nóttina í húsinu sínu og hann endaði á að kaupa sér jöklatjald til að lifa þá nótt af

en það verður gaman að sjá hverin þetta gengur fyrir sig hjá ykkur

svo ætla ég að læra að ykkar mistökum sem verða vonandi mjög fá :)

kv ólöf

 
Þann 11 desember, 2007 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Er búið að taka fyrstu skóflustunguna?
Verður það kannski við hátíðlega athöfn á aðfangadag?

kv. Bryndís

 
Þann 13 desember, 2007 , Blogger S r o s i n sagði...

Segi það... þú verður að láta vita hvenær skóflustunga verður... við fjölmennum á svæðið!

Til lukku með lóðina.

Hils. Srós

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim