Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, nóvember 20, 2007

Í myrkrinu situr maður...

....og laumureykir.

Í gærkvöldi sló út rafmagninu hjá okkur eins og svo oft áður og varð allt kolsvart. Ég fikraði mig því upp í bílskúrinn þar sem hægt er að slá inn rafmagninu aftur. Allt gekk eins og í sögu og ég komst inn í bílskúrinn ( sem þó í þetta sinn angaði af reykingarlykt) klofaði yfir allt draslið sem liggur á gólfinu og er að leita af rétta takkanum þegar ég heyri rétt bak við mig "á ég að hjálpa þér?" Arrrrg hvað mér brá. Og þarna sat karluglan af efri hæðinni og laumureykti í myrkrinu. Hann var bara heppinn að ég var ekki vopnuð því þá hefði hann eflaust fengið einn á hann. En er ekki fokið í flest skjól þegar menn á sextugsaldri eru farnir að fela sig inn í bílskúr til þess að reykja.

Látið ykkur líða vel

1 Ummæli:

Þann 21 nóvember, 2007 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Gefur brandaranum "Að reykja í laumi fyrir krabbameininu" endurnýjaða merkingu. Kannski sló hann út rafmagninu af extra varúðarráðstöfunum.

Kiðlingur

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim