Erum búin að redda afmælismálum. Endaði með að við keyptum 26" hjól með litlu stelli, ætlum að sjá til hvort það sé passlegt, en ef ekki þá fáum við að skila því og fáum nýtt 24" þegar þau koma í búðina. Mikið er ég feginn að vera komin með lausn á þessu. Var komin með smá hnút í magann yfir þessu. Fáum líka fimleikasalinn sem við vorum búin að panta svo þetta er allt að smella.
Pétur er svakalega kátur hjá dagmömmunni sinni og í morgun þegar ég fór með hann, skundaði hann bara inn og vinkaði mér bless!! Ekkert smá mikill dugnaðarforkur. Krakkarnir þarna eru algjör krútt, eru 3 á mjög svipuðu reiki og ná ofsalega vel saman. Ein er kölluð skessan og ber nafnið með rentu, með hárstrý sem stendur allt út í loftið. Hún er sú sem ræður öllu, ráðskast með strákana fram og aftur. Í morgun fannst henni ég vera eitthvað lengi að klæða Pétur úr útifötunum, hún kom þá askvaðandi og renndi niður jakkanum og byrjaði að losa skóna hans, hihi það var ekki hægt annað en að leyfa henni þetta. Hann stóð alveg grafkyrr meðan hún brasaði þetta.
Annars er lítið að frétta af byggingarframkvæmdum annað en að Gummi hamast við að teikna og bæta og breyta. Teikningarnar verða síðan sendar inn til samþykktar. Síðan er bara að bíða og sjá hvort Reykjavíkurborg afhendi lóðirnar á tilsettum tíma. Dagsetningin er 15. október...svo þetta fer að verða spennandi. Erum búin að ákveða útlit hússins og innra skipurlag að mestu leiti!
Spennandi...
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim