Freyja

Týnd í tölvunni

fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Sama gamla sagan, líða mánuðir á milli þess sem eitthvað er skrifað hérna inn. En ég er hætt að finna upp á afsökunum, verð bara að sætta mig við að það sé svona lítið um að vera hérna já eða að skrifarinn er alveg með eindæmum latur...

Ársól er í vetrarfríi núna og þá er aldeilis prýðilegt að nota frídagana í veikindi. Ég er að verða brjáluð á þessum endalausu veikindum, ef það er ekki hún þá er það hann og ef ekki þau þá eru það við fullorðna fólkið. Hef aldrei upplifað aðra eins veikindatörn. Það er eins gott að þetta fari að skána því annars er ég flogin til heitu landanna...
En nóg um svona leiðindi, hér koma nokkrar myndir af börnunum sem voru teknar í febrúar


Pétur prakkari var örugglega að gera eitthvað af sér á þessari mynd,

allavega nógu prakkaralegur

Frændsystkinin, Ársól, Pétur og Bryndís Laufey


Pétur komst í kynni við þessa kisu á Ólafsfirði, fannst þetta vera skemmtilegt

tuskudýr og elti hana út um allt hús.

Vinirnir Pétur og Jónas Nói

Læt þetta nægja í bili, ætla að fara að lesa galdrastelpru fyrir lasarusinn minn...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim