Freyja

Týnd í tölvunni

fimmtudagur, desember 14, 2006

Sniðugur lítill strákur

Ég á lítinn frænda sem er oft ansi fyndinn. Í gær fór mamma hans með hann að kaupa límmiðabók sem hann varð að eignast til að vera eins og stóri bróðir og stóra frænka. Þegar kappinn kom heim og fór að skoða þessa dýrmætu bók heyrðist í honum " haaa engar basíður, hva engar basíður...." Já þetta er náttúrulega bara óborganlega fyndið, greyið búið að kaupa bók fyrir alla peningana sína og svo eru bara tómar blaðsíður í bókinni...púfff þvílíkt svekkelsi. Svo þarf maður að kaupa límmiðana sjálfur og setja inn í bókina. Auðvitað bara frat!!

Svona er lífið stundum óskiljanlegt þegar maður er bara tveggja ára....engar basíður!!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim