Freyja

Týnd í tölvunni

mánudagur, nóvember 20, 2006

Maður er nú ekki fornaðardurkur alla daga og er það aðalástæða fyrir löngum pásum hér í bloggheimum.

Annars er kominn þessi ljúfi fallegi snjór hérna um alla Reykjavíkurborg, og lífið gæti ekki varið betra hjá Ársól sem var svo dramatísk þegar hún sagði " ég er búin að bíða eftir þessum snjó í níu ár" já já algjör dramakvín stelpan. En hún er sennilega bara búin að gleyma öllum snjónum sem við fengum í danmörkinni, og fórum þá að renna í Svanninge bakker. Þarf að finna myndaalbúmið og sína henni. Allavega er ég búin að sjá allt það góða við brekkuna sem ég bölva stundum í hljóði yfir þegar ég ýti barnavagninum á undan mér upp hana. Í gær fórum við út og nýttum þessa flottu brekku sem er hérna við húshornið. Við mæðgurnar renndum okkur bara á gangstéttinni því þar var svo svakalega fín braut, komumst alveg niður að sundlauginni, ekkert smá klikkað. Vorum reyndar nærri búnar að keyra niður mann sem var í mestu rólegheitum að viðra hundinn sinn....en hvað var hann svossum að þvælast þarna á miðri sleðabraut!! hihi

Ég og púkinn erum heima í dag, þar sem hann er með hita og hor, þið vitið þetta alíslenska. En við ætlum nú að vera snögg að hrista þetta af okkur svo við komumst út í góða veðrið. Pési púki er orðinn svaka duglegur og er kominn upp á fjóra fætur núna og tekur eitt og eitt skriðskref. Svakalega montinn af þessu auðvitað en verður pirraður að hann komist ekki hraðar yfir, en mamman er fegin.

biðjum að heilsa í bili

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim