Sitjum á gólfinu og borðum af pappadiskum..
Já svona er þetta orðið hérna hjá okkur, við erum búin að selja gamla góða sófann okkar og verðum því að sitja á gólfinu á dýnum í einhvern tíma eða þar til nýji sófinn okkar kemur. Borðum reyndear ekki af pappadiskum vegna þess að sé búið að pakka hinum, nei það er bara vegna þess að ég nenni ekki að vaska upp og það er ekki búið að tengja nýju fínu uppþvottavélina okkar. Við erum búin að vera með kaupæði undanfarna daga, og höfum verið dugleg við að bruðla í eitt og annað...púfff hvað við eigum eftir að fara á mikinn bömmer seinna. En það er seinni tíma vandamál. Gummi er farinn að vinna upp í Linnö svona til að bæta eitthvað upp þessa óhóflegu eyðslu!!
Stutt á milli hláturs og gráturs...
...og enn styttra hjá sumum. Ég er búin að komast að því að drengurinn er óvenju skapstór og ég veit alveg hvert hann á það að sækja, hann er extra fljótur upp og verður alveg svakalega reiður á no time en er jafn fljótur niður aftur. Algjört eldfjall þessi elska, svo það er eins gott að hlutirnir séu gerðir eftir hans höfði og ekki annarra. En ég vel að líta á þetta sem góðan eiginlegika frekar en slæman.
Næst verður vonandi bloggað úr slunkunýjum sófa.... já eða á uppþvottavélinni..
bless í bili
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim