Freyja

Týnd í tölvunni

laugardagur, maí 06, 2006

Jæja þá er hann fæddur - fyrir nokkru og mamman er fyrst að komast úr mjaltarvinnslunni og að tölvunni...þetta tekur greinilega allt sinn tíma, og við erum að öll að læra hvert á annað. Geri lítið annað en að sitja í sófanum og gefa brjóst og drekka saftevand!! Enda fer ansi vel um okkur þar.

En núna tókst mér að setja nokkrar myndir inn á síðuna, eftir mikið maus og klúður, en ég held að sé búið að fylla hausinn á mér af mjólk því ég var búin að steingleyma hvernig maður setti inn myndirnar.... svona verður maður þá næstu vikurnar og mánuðina algjör gullfiskur.

En annars er þetta óskup yndislegur strákur sem við höfum fengið og hann er búinn að sýna okkur að hann hefur fengið sinn skammt af skapgerð móður sinnar...óþolinmóður og fljótur upp!! Svoleiðis á þetta líka að vera, annars gengur allt rosa vel, eftir smá byrjunarörðuleika.

Ástarkveðjur héðan úr Odense og síðast en ekki síst takk kærlega fyrir allar kveðjurnar

Freyja

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim