Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, mars 21, 2006

Stundum er ég nú ekki með mjöllum mjalla.....

Og svoleiðis var ég í morgun þegar ég ætlaði að fara að blása á mér hárið, stakk staujárninu í samband í stað hárþurrkunnar!!! Það á eftir að fara illa fyrir mér einn daginn.

Um daginn leið mér eins og algjörum útlendingi hérna í Danaveldi. Málið var að við fórum nokkrar skvísur í smá leiðangur og enduðum út í Vollsmose, sem er hverfi þar sem flestir íbúar eru af erlendu bergi brotnir, þe öðru en dönsku. Löbbuðum þarna í gegnum verslunarmiðstöð þar sem flestar konurnar voru með slæður og vel græjaðar! Þarna var líka kaffihús sem var fullt af köllum, engin kona sjáanleg....og það sem við stungum í stúf þarna, mér leið eins og ég væri komin til útlanda.

Annars er allt í gúddí hérna megin, horið á undanhaldi heilsan öll á uppleið með sólinni sem nú er loksins farin að skína á fullu, jubbííí.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim