Freyja

Týnd í tölvunni

laugardagur, mars 18, 2006

Lasin enn eina ferðina

hvað er í gangi hérna, ég er komin með enn eina pestina og þessi er ekki mjög skemmtileg. Ætti kannski að láta hvort þetta sé nokkuð fuglaflensan sem er komin til okkar hingað í DK. Frekar fúlt að vera lasin inni og það er þokkalega flott veður hérna út. Kannski það fúlasta við að vera lasin er þegar maður getur ekki bara sofið þetta úr sér og vaknað eldsprækur og hress. Nixen dixen það virkar sko ekkert þannig að ég búin að hanga inni í dag, hnerrandi og hóstandi. Ársól er búin að vera í þjónustuhlutverkinu í dag og sat áðan og var að lesa fyrir mig, algjört yndi.

Þau feðginin skruppu aðeins út að línuskauta, eða annað þeirra er á skautum, hinn aðilinn, þessi stærri, þorir ekki að taka neinar áhættur núna...gæti misst úr nokkra daga úr skóla ef hann dytti!

Ætla að halda áfram að láta mér batna svo ég verði orðin spræk á morgun, já eða hinn.

kv Freyja

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim