Váá hvað þetta var geggjuð helgi, algjör lúxus helgi
Fórum til Köben til að hitta Gulla, Elínu og Jóa, þau buðu okkur hjónaleysunum á hótel og út að borða í höfuðstaðnum, enginn smá lúxus. Fórum veitingarstaðinn Reef and Beef, þar sem ég fékk allra allra allra besta mat sem ég hef bara smakkað, þetta var hreinasta snilld. Ég fékk lax í forrétt, Emú í aðalrétt ( dýrið sem skokkar um í dýragarðinum) og súkkulaðisjokk í eftirrétt, Gummi fékk krókódíl í forrétt og kengúru í aðalrétt, hinir voru líka með álíka frumlega rétti sem líka smökkuðust alveg geggjað vel (ég fékk að smakka hjá öllum!!) Þetta var alveg frábært kvöld og eftirminnilegt. Strákarnir stóðu sig ansi vel í drykkjunni og Jóa tókst næstum að heilla þjónustustúlkuna upp úr skónum, missti sig reyndar smá þegar hann tók fugladansinn út á miðju gólfi og í annað sinn þegar hann hrundi á næsta stól.... jámmms þetta var stuð. Við stelpurnar vonum samt svo dannaðar að við fórum frekar snemma upp á hótel eftir að hafa horft á Gumma reyna ýmislegt til að skapa sér fæting....við misgóðar undirtektir!! og slæmar undirtektir kærustunnar. En þeir skiluðu sér heim um sex leitið eftir að hafa þrætt alla helstu bari borgarinnar. Sunnudagurinn var hálfslapplegur en við mættum samt í morgunmat klukkan níu til þess að kveðja mannskapinn sem þurfti að ná flugi.
Að allt öðru... það er fjölgað í fjölskyldunni já og líka í vinahópnum. Nú að þessu sinni komu tvær stelpur. Í fjölskyldunni er þær Sara Lind og Birgitta Lind Bjargar og Aronardætur sem fengu litla systur svo nú eru þær orðnar þrjár skvísurnar á því heimili. Matta og Hjálmar fengu líka litla stelpu á sama tíma. Til hamingju öll sömul.
Þar til síðar...
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim