Freyja

Týnd í tölvunni

fimmtudagur, desember 15, 2005

Hvað er að gerast, það líður ekki vika á milla blogga...ekki það að ég hafi einhverjar merkilegar fréttir að færa, bara hanga fyrir framan tölvuna í þessum skrifuðu orðum. Var reyndar ýkt dugleg áðan og skellti í nokkrar smáar kökur sem eiga helst að bíða til jóla með að vera étnar upp til agna, reyndar er þetta skammtur nr tvö þar sem ég er búin að baka einu sinni áður þessa sömu uppskrift á sunnudaginn síðasta og féll þetta í svo góðan jarðveg hjá familíunni að staukurinn var orðinn tómur í gær! Þvílík og önnur eins óhemjugangur í okkur og það eru ekki einu sinni komin jól. held ég lími þennan bauk aftur og feli hann þar sem enginn finni nema fuglinn fljúgandi...

Erum að fara í leikhús að sjá jul í gamleby í kvöld, miðar sem ég tryggði okkur fyrir all löngu...strax í september minnir mig. Og loksins þegar ég náði í gegn var uppselt alla laugardaga og föstudaga, en það gerir ekkert til við verðum bara að vera pínu þreytt og mygluð á morgun enda er alveg að koma frí í öllum skólum. Síðasti dagur Ársólar er á þriðjudaginn og þá er komið jólafrí, jibbííí.

Jæja læt þetta vera nóg af bulli í bili

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim