Freyja

Týnd í tölvunni

fimmtudagur, október 27, 2005

howdí skáti

Finnst alltaf svo skondið þegar maður hittir fólk sem maður þekkir ekki baun svo eftir að hafa setið og spjallað í fimm mínútur þá veit maður allt um manneskjuna. Lennti í þessu núna í vikunni, var stödd á stað þar sem við vorum tveir íslendingar, og auðvitað kynnir maður sig, annað er bara asnalegt. En það var nóg til þess að ég fékk að vita ýmsa hluti um manninn, konuna hans og börnin, já líka um vandræði í hjónabandinu þeirra. Hmmm veit ekki alveg hvernig maður á að túlka þetta. En honum hefur örugglega legið mikið á hjarta og fundist ég vera tilvalinn sálfræðingur. Mér fannst þetta bara hellings spaugilegt, og honum líður örugglega vel eftir að fá leyfi til að tala út. Sé mest eftir að hafa ekki rukkað gæjann um 1000 kall sem það kostar að fara til sálfræðings....

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim