Er ekkert búin að minnast á hvað ég var að bralla síðustu helgi...kannski af því að ég er enn að ná nætursvefni upp...hehe
Við fengum nefnilega þessa tvo yndislegu gesti í heimsókn, sem báðir eru undir einum metra og tala tungumál sem einungis tveir fullorðnir skilja. Jú þetta voru þau systkinin Auður Ísold 11 mánaða og Fjalar Hrafn 26. mánaða. Þetta voru rosa skemmtilegir gestir og svolítið öðruvísi heimsókn heldur en við erum vön. En ekki slæm. Þau komu til okkar á laugardeginum og það voru pínu skringilegir foreldrar sem keyrðu í burtu á Ivarsveginum, ekki mjög vön að skilja börnin sín eftir yfir nótt.
En þetta gekk allt saman rosalega vel og Ársól stóð sig eins og hetja og sá að mestu um Fjalar á meðan við Gummi reyndum að hafa ofan fyrir Auði. Ársól var líka búin að hlakka lengi til að fá að spreyta sig á barnapíu hlutverkinu. Við fórum heimsóttum nokkra leikvelli og fórum eina ferð í kolonihaven þar sem var hægt að drullumalla og sulla. Frekar ljúft. Vorum ansi þreytt á sunnudeginum þegar foreldrarnir birtust seinnipartinn, enda erum við alveg dottin úr æfingu að hlaupa á eftir svona litlum gríslingum.
Í gær fór ég síðan á hið vikulega desperate housewifes kvöld hjá Berglindi. Við sitjum alveg heillaðar og spenntar yfir hverjum þætti og megum ekki missa af neinu. Versta við það er að á undan þættinum er þáttur um hvað maður á ekki að borða til þess að verða ekki alveg spikaður. Svo horfir maður með stóru samviskubiti á nammiskálina sem stendur saklaus á stofuborðinu og auðvitað verður maður að smakka...bara nokkra það getur varla sakað....fer bara í megrun í næstu viku, já eða það er kannski bara betra að byrja um áramótin.... það er alltaf góð leið. Frekar fyndið og smá halló líka, en skemmtilegt.
Adios félagar og munið það er að koma helgi...íhaaa
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim