halló halló
við erum komin til Köbenhavn og fáum að sofa í stofunni hjá Helgu í kvöld, veit ekki hvað við fáum að vera á morgun því þá verða Siggi og Karin líka í stóru íbúðinni þeirra! En þröngt mega sáttir sofa, ik os.
Erum búin að vera barnlaus núna í eina viku, og er eiginlega bara búið að vera mikið að gera, síðan ég skutlaði skvísunni í flugið síðasta laugardag. Á miðvikudag fórum við Gummi með Knud í kajaksiglingu. Þetta var æðisleg ferð og rérum við í tvo tíma í geggjuðu veðri. Bara snilld. Í gær fór ég síðan í bío með Ólöfu fórum á svooo mikla stelpumynd að kærastarnir okkar hefðu ælt ef þeir hefðu verið með.
Í kvöld vorum við síðan með sannakallaða stórfjölskyldumat, Helga Þórir, Siggi Karin ég og GP borðuðum frábærlega vel heppnaðan mat sem hann Þórir var svo duglegir að búa til.
Og svo og svo á morgun......þá er það dagurinn, við verðum á tónleikum með uppáhöldunum mínum og daginn þar á eftir þá er það Niceland here we come.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim