Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, júlí 26, 2005

ég er enn á lífi og reynslunni ríkari, fórum í þennan fína snorkltúr í gær. Þetta var rosa gaman og við fengum að vera í svakalega flottum og agarlega sexý blautbúningum, eins og þið getið ímyndað ykkur níðþröngt helvíti. En þeir héldu manni allavega smá hita en það var rosalega kalt í sjónum þrátt fyrir það. Um leið og maður stoppaði sundið fór maður að skjálfa med det samme! VIð sáum fullt af dýrum og spennandi sjávarkvikindum, gaman að sjá þetta svona í nærsýn. Á alveg pottþétt eftir að reyna þetta aftur og get mælt með þessari ferð. Hittum enga hákarla en sáum litla hvali sem ég man ekki hvað heita þeir voru nú ekkert að abbast upp á okkur og ég þurfti ekkert að nota hákarlafæluna mína í þetta sinn.

Annars er ég búin að sjá til þess að gestirnir vinni fyrir gistingunni og eru Siggi og Karin búin að þræla sér út upp í kolonihave. Siggi tók sig til og kláraði (næstum) að byggja húsið hennar Ársólar og Karin málarameistari fékk að höndla pensilinn. Svaka vel gert hjá þeim og nú er að sjá hvort heimilisfaðirinn geti fest þessa síðustu spýtu sem eftir er, fyrir jól!!

síja leiter aligeiter

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim