Freyja

Týnd í tölvunni

sunnudagur, júní 05, 2005

Dágóður flugtúr þetta...

Já ég fékk mér ærlegan flugtúr núna um helgina, langt síðan maður hefur staðið í því.... Fór á helstbak með Knud og Helle og ég fékk hestinn hennar Helle sem er þessi ágæti hestur með þann galla að hann er ferlega hræddur ef hann sér eitthvað óvenjulegt. Og í þetta sinn voru það heill kúaflokkur sem honum fannst eilítið skelfilegar.....vorum á blússandi siglingu og við það bregður beljugreyjunum svo mikið að þær rjúka af stað, og við það hrekkur hesturinn minn í kút og nær að henda mér af baki.....og ekki nóg með það heldur endaði ég þennan flugtúr ofan í drullupolli!!!! sem þýðir að ég var öll útötuð í mold og drullu þegar þessum útreiðartúr lauk. En sem betur fer var þetta ekki svo slæmt, smá aumir vöðvar hér og þar!

Eftir þessa útreið sem ég fékk af þessum hesti dreif ég mig heim, rétt náði að þurrka framan úr mér drulluna og greiða flókann úr hárinu á mér, áður en við Ársól drifum okkur á Åh abe tónleika. Þar voru allir skemmtilegu krakkarnir úr MGP og fullt af fleirum góðum atriðum. Vorum meira að segja alveg upp við sviðið og þar var ágætlega pakkað en við vorum ansi ánægðar með að sjá Cool kids, sem eru bara svo flottir (finnst Ársól) Henni fannst ekki eins mikið varið í B boys sem voru með aðal og síðasta númerið, þá laumuðum við okkur bara og fórum í hoppukastalana, sem áður var búið að vera svooooo löng biðröð í, en núna voru allir að horfa á B boys svo Ársól gat laumað sér inn og notið þess að hoppa og ærslast þar til lokaði. Reyndar var hún síðasti sem fékk að fara inn en hún smeygði sér bara í gegnum hliðið þegar var verið að loka og tók ekki eftir neinu þegar dyravörðurinn reyndi að grípa í hana....hehe búin að læra strax að lauma sér inn. Fínn dagur þrátt fyrir sæmilega flugferð.....

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim