Fyrirlesturinn búinn, skólanæturheimsóknin búin og nú er fríið hafið.
Fyrirlesturinn gekk fínt, bara smá stress ekkert of mikið. Hafðist allavega.
Við Ársól sváfum síðan í skólanum hennar Ársólar í nótt ásamt fullt af gríslingum okkur nokkrum öðrum foreldrum. Gekk ótrúlega vel og okkur tókst að lokum að koma öllum grísunum í svefn. Stefnan var síðan að keyra af stað upp til Álaborgar....................en í staðinn sitjum við heima í sófa og horfum á imbann. Ástæðan er...darraradammmm Ársól er með ælupest. arrrrrrrrrg gæti ekki verið betri tímasetning. En annars held ég í vonina um að hún verði orðin hress í kvöld og við getum farið í fríið okkar á morgun, krossa fingur! Er þetta einhver tilviljun en síðast þegar við ætluðum að fara síðast í frí varð hún líka lasin og á þorrablótinu fékk hún hita!!! Þetta er frekar margar tilviljanir....
En ég ætla í frí og ætla ekki að fá ælupest...
Eigið góða helgi...
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim