Það er komin pakki...
Þorbjörg og Marvin komu færandi hendi í gærkvöldi, voru nefnilega með pakka til Óskars, svona velkomin í fjölskyldunapakki...hann fékk svona bolta sem er hægt að setja mat inn í og svo getur hann ýtt honum á undan sér og þá veltur matur út úr boltanum. Mér hefði nú aldrei dottið til hug að það væru til leikföng handa kanínu...en það er greinilegt. Nú þarf drengurinn bara að læra á þetta. Held samt að hann hafi verið í smá losti í gær, hann hefur nefnilega aldrei hitt fleiri en 4 í einu og hann var alveg að tapa sér af geðshræringu yfir þessum mannfjölda. Held meira að segja að hann hafi verið með hita og læti...það er spurning hvort ég þurfi að fjárfesta í eyrnahitamæli fyrir kanínur..
Annars lenti ég ekki á slysó eftir línuskautaferðina..hefði bara þurft smá heitt bað..já eða bakstra. Við Þóra fundum okkur nefnilega þessar líka ágætustu brekkur til að renna okkur niður og aðrar til að fara upp, vá hvað það er erfitt.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim