Hvað er ég búin að brasa síðustu tvo daga...
Jú nefnilega það að ég er búin að sitja fyrir framan tölvuna og horfa á þúsundir lítilli bletta. Skemmtilegt og uppörvandi þegar maður tekur sig til og gerir eitthvað svona æsispennandi ekki satt!! En allir þessir 52000 dílar sem ég er búin að vera að stara á í tvo daga standa hver og einn fyrir ákveðið gen eða genabút sem við erum búin að merkja með flúrandi lit. tilgangurinn er að kanna hversu mikið hver og einn díll flúrljómar mikið og endurspeglar það hversu mikið ákveðið gen er tjáð í þessu sýni. Þetta er auðvitað rosa spennandi en demn hvað maður getur orðið þreyttur í augum og öxlum að sitja og stara inn í tölvuna og fá allt til þess að passa saman.
Svona er líf mitt spennadi þessa dagana...
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim