Frábær helgi liðin
Fengum þessa líka góðu gesti í heimsókn núna um helgina. Sigurrós og Ingvi komu til okkar á fimmtudag og fóru í dag mánudag. Búið að vera frábært að hafa þau: Búið að kíkj aí flestar búðir bæjarins og við gátum meira að segja dregið karlpeninginn með okkur, þrátt fyrir að annar væri haltur og hinn með bráðaofnæmi (fyrir búðum!!) Stóðu sig eins og hetjur og studdu hvorn annan í gegnum búðirnar...svona haltur leiðir blindan dæmi. Við skvísurnar tókum búðarmaraþon og stóðum okkur svo sannarlega vel, komum heim með eins sokka- fallega græna. Vorum næstum búnar að kaupa samskonar jakka og ég kom heim með bleik stígvél...ÆÐI. Er meira að segja búin að prófa þau hérna úti í garði og þau virka.
Í gær urðum við svo að rifja upp alla antikrúntanna sem við höfum tekið hérna um Fjón og kíktum á nokkrar sölur. Við Gummi komum heim með fullt skott af drasli og vorum hæst ánægð með það. Ársól er búin að vera á hálfgerðum vergangi þessa helgina en hefur ekki haft það slæmt, fór í heimsókn til Júlíu og gisti svo hjá Natalíu. Þær fóru í bíó og á makkann, ekki amarlegt það. Var hæstánægð með að losna við foreldrana í smá tíma.
Takk fyrir komuna krakkar, vona að þið komið sem fyrst aftur.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim