Draumurinn sem datt inn um dyrnar...
Þegar við komum heim í dag lá á gólfinu draumur...þið vitið ekta Freyju draumur, þessi með lakrísnum. Ummmmm jólasveinninn hlýtur að hafa farið framhjá og stungið þessu inn um lúguna hjá okkur. Reyndar heitir þessi jólasveinn Kristján og var á ferðinni framhjá og skildi eftir nammi og nafnspjald.
Helgin leið bara hjá og skildi lítið eftir sig nema stútfulla maga af saltkjöti og baunum sem íslendingafélagið bauð uppá á sunnudagskvöldið. Áááá hvað maður verður saddur af þessum mat, ekkert smá þungur í magann.
En nú er hafin ný vinnuvika og ég ætla að vera feikilega dugleg í vikunni enda var ég frekar löt í síðustu viku, er eiginlega með smá samviskubit yfir þessu letikasti. En nú verður tekið á því.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim