Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Ohhhhh það er búið..

Enginn hausverkur né þreyta lengur á þessum bæ, bara gríðalega mikið hæsi. Ég get eiginlega ekkert talað ennþá og þarf eiginlega að hvísla. Blótaði greinilega aðeins of mikið, ja eða söng of mikið og of hátt......

En eins og ég sagði síðast þá var rosa gaman hjá okkur á blótinu, eða ég held að GP hafi skemmt sér vel , hitti hann eiginlega ekkert.....veit bara af afspurn að drengurinn var vel í því, enda ekki við öðru að búast miðað við magnið af áfengi sem rann niður í þá borðfélagana Gumma og Ödda. Sæmilegir strákar.

Hitti líka brottflutta íslendinga sem koma sérstaka ferð til Odense til að djamma, Keli og Gunnur mættu á svæðið og svo hitti ég líka Sólveigu, ferlega gaman að hitta þau öll aftur.

Sara og Elvar, ég meina Aðalheiður og Guðmundur áttu ansi góð spor á sviðinu og voru me meðlimir í hljómsveitinni Hrútspungarnir og sviðasultan, ekkert smá kúl atriði. Aðalheiður átti líka sviðið með honum Magna þegar þau sungu Nína og Geiri...lagið. Voru ekkert smá sæt saman!!

Þetta með tvist keppnina aðeins betri útskýring á henni....ég held ekki að ég hafi verið best í tvistinu.....neibbs það voru nefnilega þeir Ágúst og Ágúst sem unnu keppnina. En til þess að halda svona ca réttu kynjahlutfalli þá fékk ég líka verðlaun...hehe

Ég var auðvitað ferlega spæld þegar ballið var búið og var alls ekkert á því að fara heim. Nixen dixen. En svona er þetta bara....náði nú samt að grúppíast aðeins baksviðs ásamt fleirum... Bara gaman að því. En bætheway hvar er tannburstinn minn Ágúst!! Fór síðan heim með taxa og borðaði pizzuna sem við snillarnir ( GP og ég)vorum búin að panta áður en við fórum á blótið, við kunnum sko á þetta. Eftir tveggja tíma svefn vaknaði ég ofurhress og ansi málóð..............jebbs einmitt. Talaði og talaði og talaði....(getur það verið) GP reyndi að snúa sér á hina en neibbs ég lét það ekki stoppa mig og talaði bara einn hærra og meira. Þurfti auðvitað að segja honum allt sem hafði gerst á þorrablótinu....daaaa eins og hann hafi ekki verið þarna líka. En ég gat bara ekki hætt..... Hann gafst loks upp á mér og við fórum og sóttum Ársól upp í Munkebo þar sem hún var í pössun hjá Jóhönnu.

Var síðan á fullu hérna heima þar til allt í einu kl 16 að það var slökkt á mér og ég lak niður í sófann og svaf fram að kvöldmat. Jammms en hvað við fengum okkur subbulegan hammara að hætti hússins, jakk ég gæti ekki borðað hann í dag en demn hvað hann var góður þarna.

En Srós næsta sumar þegar ég kem í heimsókn þá þefum við uppi ball með þeim og verðum fyrstar á svæðið og síðastar út OK, er það ekki málið skvís.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim