Er ekki tilvarlið að nota fyrstu mínúturnar á fyrsta degi vikunnar til þess að blogga smá...allaveg áður en maður fer að vinna eitthvað. Bara svona meðan maður er að komast í gírinn.
Eftir vinnu á föstudag fórum við til Nyborg í fínu sundlaugina þar, ahhhh eitthvað annað en bolbro laugin. Enduðum síðan ferðina á MC hinum sívinsæla!! Alltaf eitthvað sem kemur þar skemmtilega á óvart...je right. Nema að þetta var með þeim snyrtilegustu Mökkum sem ég hef farið á og það var meira að segja hægt að fá áfyllingu á gosið...vá eins og það sé eitt af því alnauðsynlegasta....fórum ekki fyrr en við vorum búin að fá okkur eina áfyllingu. Nota peninginn...hehe
Á laugardaginn fór ég í klippingu og er alveg ný manneskja eftir....allavega komin með lit og svoleiðis. GP var að vinna upp í skipasmíðastöð að hala inn smá pening. Enda held ég að hann sé á leiðinni að kaupa sér þráðlaust net...þvílíkur lúxus að þurfa ekki að hrasa um snúrurnar sem liggja um allt hús. Barninu var bara komið í pössun á næstu heimili.
Á sunnudaginn fór svo barnið aftur í heimsókn, hjólaði með hana niður í bæ til vinkonu sinnar hennar Júlíu. Þar var hópur af íslenskum börnum sem léku sér saman. Miklu fleiri en voru á kolleginu þegar mest var. Þær skemmtu sér saman eitthvað fram eftir degi.
Endurvöktum síðan kollegi fílinginn þegar Gústi og Þóra duttu innfyrir og stukku svo heim til að sækja mat á eðalgrillið. Borðuðum þennan fína mat og höfðum það gott.
Svona var þá helgin hjá okkur-bara fínasta helgi.
Er mætt galvösk í vinnuna og fer bráðum að detta í gírinn, til þess að fara að vinna...já ég meina bráðum ekki alveg strax...
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim