Freyja

Týnd í tölvunni

laugardagur, janúar 08, 2005

Allt að fara til ansko...

Já hérna er OFSA-veður úti og þrátt fyrir að vindstigin séu kannski ekki mörg á íslenska mælikvarða þá er snarvitlaust ofsarok á danskan mælikvarða!! Í miðju símtali við Olgu heyrði ég einhver læti úti og fór út í glugga til að kanna málin, sá þá að hálft þakið af eldiviðarskúrnum/hjólaskúrnum var að fokið af. Ég hljóp út til þess að bjarga því sem eftir var af þakinu og reyna að koma í veg fyrir að lausu plöturnar færu í stofugluggann hjá nágrannanum. Eftir að vera búin að henda 20 hellum upp á þak og koma lausuplötunum í skjól vona ég að þetta verði kyrrt. Perutréið okkar sem stóð útí garði er fokið um koll og sama má segja með girðinguna hjá nágrannanum. Einnig eru fullt af þaksteinum af húsunum hérna í foknir út í veður og vind. Ekki par skemmtilegt í svona alvöru dönsku óveðri. Þetta er eiginlega fyrsta skipti sem við lendum í alvöru óveðri hérna og þetta er eiginlega ekkert sniðugt. Heima kann maður miklu betur á þetta. Hérna koma tréin fljúgandi og núna hafa 3 látist vegna óveðursins. Vona að allir haldi sig inni þar til veðrið hefur skánað.

Emilía sem var að leika við Ársól í dag er líka eiginlega veðurteppt hérna hjá okkur, þar sem ekki er hægt að sækja hana. Held nú að fari ekkert illa um þær vinkonurnar, kúra sig undir teppi og horfa á sjónvarpið. Huggó.


0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim