Freyja

Týnd í tölvunni

laugardagur, desember 25, 2004

Eru jólin þá búin núna...

einu sinni fyrir langa löngu þegar ég var lítil þá fannst mér eins og jólin væru búin þegar aðfangadagur var liðinn, en það er nú liðin tíð því nú eru þau svo sannarlega bara rétt að byrja. Aðfangadagur leið... með heimþrá og öllu tilheyrandi en var að öðru leiti mjög notarlegur. Fórum og könnuðum lífsmark á raskinu, kíktum inn á nokkur heimili og á sumum þeirra var maturinn tilbúinn og fólk næstum komið í sparifötin, þá ákváðum við að væri tími til kominn að setja steikina okkar í ofninn. Sátum svo agndofa fyrir framan tölvuna og hlustuðum á klukkurnar á Íslandi hringja jólin inn það er alltaf svo hátíðlegt þegar maður heyrir " útvarp Reykjavík, Útvarp Reykjavík Gleðileg jól" . Borðuðum purusteik með öllu tilheyrandi og þar sem bóndinn á bænum er farinn að þekkja konuna sína þá keypti hann sér puru sem ég mátti kroppa í eins og ég vildi ummmm, bara snilld. Borðuðum síðan mandarínufrómas í eftirmat, namm namm. Í dag urðum við að fá okkur smá hjólatúr bara til þess að við yrðum orðin svöng um kaffitímann, fórum í góðann hjólatúr upp í Paarup og skoðuðum kirkjugarðinn þar, sem er rosalega fallegur. Engin rafmagnsljós bara kerti og fallegar skreytingar.

Við vorum líka að borða jólahangikjetið áðan og erum svo södd ennþá að það hefur ekki tekist að vaska upp....dem. Gerum það bara á morgun, já eða hinn.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim