Freyja

Týnd í tölvunni

laugardagur, desember 11, 2004

Jólasveinninn kemur loksins í nótt. Jábbs hann ætlar að kíkja hérna við þegar hann er búinn að fara hringinn á Íslandi. Það er frábært að hann muni líka eftir þeim sem búa í landi með engin fjöll!! En það að sveinki sé á leiðinni þýðir líka að það er farið að nálgast jól og við fengum forsmekk af jólunum í gær þegar Gummi fór til Aarhus að sækja jólasendingu frá Digranesveginum. Hélt við myndum trillast af æsingi þegar kassarnir voru opnaðir, jú ég segi kassarnir því það dugði ekkert minna en tvo stóra kassa fyrir allt góssið. Og það mátti ekki á milli sjá hver væri æstastur að opna...Ársól stökk á pakka-kassann og við Gummi hjálpuðumst á með frostmatinn......vááááá hangikjöt súpukjöt fiskur og hákarl...ásamt kleinum og fullt af fleiru týndist upp úr kassanum og úr hinum týndi Ársól upp nammi í tonnatali og EGILS appelsín og malt...................NAMMMMMMMMM. Vorum eiginlega alveg að tapa okkur hérna. En díííí hvað þið eruð biluð þarna heima. Hvað getur maður sagt.........jú auðvitað tíu þúsund þakkir til ykkar þetta er frábær jólagjöf. Við eigum eftir að þurfa að fara í langt og strangt aðhald eftir að hafa úðað þessu í okkur yfir jólahátíðina. Í kvöld var síðan eldað kjöt í karrý, jamms kjamms og á morgun verður lifrarpylsa sem mamma kom með í nóvember. Svo við svífum á bleiku skýi hérna megin þessa dagana, en hlunkumst örugglega niður þegar kílóin verða orðin allt of mörg!!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim