Brrrrr það var kalt að hjóla. Nú er allt orðið hrímað hérna úti og loftið sem maður andar að sér er ískalt, finnur hvernig lungun emja við að fá allt þetta kalda loft á sig!!
Var ég búin að segja ykkur að ég er búin að hækka um tign...............ég er nefnilega búin að fá skrifstofu, reyndar ekki svona flotta með geggjuðu útsýni yfir borgina, heldur lítið herbergi sem er í svona skúr sem stendur fyrir utan sjúkrahúsið. þessu herbergi deili ég síðan með henni Charlotte. En þrátt fyrir að þetta sé ekki heimsins flottasta skrifstofa þá er þetta rosa fínt og huggulegt. Með síns eigins síma og tölvu og þarf ekki að slást um tölvunar upp í tölvuherbergi þar sem ég sat einu sinni. En þessi lúxus varir ekki lengi, aðeins í 4 mánuði. Þá þarf ég að yfirgefa slottið. Er bara með þetta í láni hjá Vibe meðan hún spókar sig í Ástralíu. En er á meðan er.
Frekar rólegt á heimilinu þessa dagana og við vorum bæði sofnuð í sófanum í gærkvöldi fyrir kl 10. Stuðið.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim