Freyja

Týnd í tölvunni

mánudagur, nóvember 01, 2004

Pakka, bera, burðast,
rogast, raða, hlaða,
toga ýta og emja

Þetta voru kjörorð helgarinnar....

nú erum við búin að flytja, gerðum það á laugardaginn ásamt flokki góðra vina,sem komu okkur til bjargar. Auðvitað rigndi vel á okkur og allir náðu að verða hundblautir, ekki verra!!!. Kössum og hlutum var skuttlað inn í íbúðina á ivarsvej og undir það síðasta var fólk farið að hlaupa til að koma öllum kössunum inn, við þuftum nefnilega að skila kerrunni fyrir kl 2. Svo þetta var frekar tæpt allt saman. Anders og Hanne (eigenduríbúðarninnar) komu líka til að kveðja Önnu og Kristján og bjóða okkur velkomin. Þau eru ferlega notarleg og voru þarna heillengi. Þegar allir voru orðnir mettir af pizzu fórum við upp á rask að ganga frá íbúðinni. Ohhhh það er ýkt leiðinlegt og nú er að sjá hvort þeir góðkenni það sem við erum búin að gera.... eins gott annars er mér að mæta...
..............læt vita hvernig það fer.

Gummi er rosalega sáttur við nýja strákaherbergið sitt, sem hann fékk. Það er niðrí kjallara alveg sér......og þar ætlar hann að leika sér með hinum strákunum. Það verður örugglega ekki langt í það að hann verður kominn með bílabrautir og annað þarna niðri...eitthvað svona strákadót.. ég verð bara að láta þvottahúsið duga fyrir mig og stelpurnar...hehe

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim