Freyja

Týnd í tölvunni

fimmtudagur, október 21, 2004

Komnar tilbaka í fjörið.....

Já það er nefnilega svo mikið fjör að þurfa núna að vakna kl 7 og pilla sér á fætur, borða og hjóla síðan hálfsofandi í skólann. Var búin að gleyma hvað þetta er erfitt.

Við Ársól höfðum það rosalega gott á Íslandi og nutum okkar fram í fingurgóma. Hittum fullt af fólki og gerðum eitt og annað, eiginlega ótrúlega margt þrátt fyrir að tíminn væri allt of fljótur að líða og við næðum ekki að gera allt sem við ætluðum, en við gerum það bara næst. Við komum til Odense á þrið. kvöld og erum enn að reyna að snúa sólarhringnum við.... náðum þó að mæta kl 8:30 í morgun sem er nú að mínu mati ótrúlega vel af sér vikið.

Núna verður sko farið í heilsuátak því viktin er ekkert allt of glöð þessa dagana. Ég var eins og stórreykingarmaður sem kveikir í sigrettunni með þeirri sem hann er að klára.....nema það að ég náði aldrei að verða svöng allan þennan tíma, þegar morgunmaturinn var búinn þá kom kaffið og þegar það var búið þá kom kvöldmatur. Og það er nú kannski ekkert allt of sniðugt því núna er ég svöng allan daginn........og versta við það að núna hugsa ég um allt þetta góða sem ég smakkaði ekki..............svona er lífið flókið, já eða viktin!! En Djö...hvað það er góður matur á íslandi.


0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim