Freyja

Týnd í tölvunni

miðvikudagur, september 22, 2004

Lognið á undan....

Hérna er ekkert mikið að frétta, ætli það sé lognið á undan storminum..... hver veit!!

Annars er rosa mikið að gerast í vinnunni og í dag vorum við samankomin 10 stk inn á labbinu mínu. Vanalega er bara fínt að vera þar 2-3 en þetta var sannkallað þröng á þingi!! Málið er að skannerinn okkar hefur verið bilaður og það hefur orðið að keyra sýnin til slagelse til þess að keyra þau þar, ekki skemmtilegt. En svo í gær gerðist hið óvænta, skannerinn virkaði þegar við prófuðum að kveikja á honum....hann þurfti greinailega bara að fá 2 vikna pásu. Og nú eru allir að hamast við að koma sem mestu í hann áður en hann hrynur aftur.

Á mánudag fengum við öll ekki bara afmælisbarnið heldur líka við hin stóru!! Pakkinn var frá Sigurrós og innihélt afmælispakka handa afmælisbarninu og fullt af nammi sem er örugglega allt ætlað mér!!! erþaggggi Sigurrós! Namm namm það er núna búið að skipurleggja nammikvöld með videoglápi á laugardagskvöld og ég get eiginlega ekki beðið eftir að gúffa í mig namminu. ummmmm núna er ég að horfa á rúgbrauðið mitt og ímynda mér að það sé æðibiti og vatnið sé diet kók......nammm (ég er eiginlega farin að slefa) aftur til veruleikans þetta er bara rúgbrauð og æðið bíður laugardagsins. Takk Sigurrós fyrir sendinguna.

Áðan skrapp ég aðeins og kíkti á litla Goðann hennar Birgittu hann er rosa sætur og var nú ekkert að láta mig trufla sig í miðdegislúrnum (sem ég gruna nú að standi yfir allan daginn) Þá fékk ég þær góðu fréttir að það sé kominn lítill Diego hjá Anný og Magga. Þeir koma með þéttu millibili félagarnir. Hamingju óskir til ykkar Anný og Maggi og Hugrún Lív. Hlökkum til að sjá myndir fljótlega....

Já og síðast en ekki síst:

Arna til hamingju með afmælið.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim