Helgin kom og fór strax aftur og virkudagarnir eru að flýta sér að líða svo það geti komið aftur helgi. Já svona er þetta skrýtið, tíminn flýgur áfram. Við nýttum helgina vel, fórum í Egeskov sem er rosa flottur garður, þar vorum við eiginlega allan laugardaginn, sunnudagurinn var hins vegar notaður upp í kolonihave þar sem Gummi sterki og Freyja hetja kláruðu að klippa hekkið sem var ýkt mikið og stórt-eiginlega endalaust..... og keyrðum því síðan í burtu. Þetta voru tvær risa risa risa stórar kerrur pakkfullar. Fengum góða hjálp undir það síðasta þegar Gústi og Þóra kíktu í heimsókn. Ársól og Emelía lögðu líka sitt af mörkum en þær voru notaðar fyrir trétroðara, þar sem þær fengu það verkefni að hoppa eins og vitleysingar ofaná greinunum í kerrunni. Ekki leiðinlegt.
Í fyrradag ráku eyðsluklærnar okkar sig fram undan ermunum og tóku til hendinni... já við létum greipar sópa í verslunum bæjarins.......það voru keyptar gallabuxur á fjölskylduna og hrærivél handa Gumma. Þetta er sannkallað iðnaðarmannavél, þvílíkt mössuð og er mjög hávær. Ekki á það bætandi í þessa háværu fjölskyldu. Gummi er búinn að standa sveittur við það að baka og það kemur hver kakan á fætur annarri núna út úr ofninum. Nammmmm. Það þarf meira að segja tvo ofna til þess að anna þessu brjálæði, svo ofninn frá Sigurrós og Ingva er kominn í gagnið og núna keyra ofnarnir á fullu.
Góðar fréttir af mér, ég var að fá að vita það í þessum töluðu orðum að ég er komin með vinnu hérna á labbinu, hjá einum læknanna hérna. Rosa gaman. Þá er það bara smá höfuðverkur, ég þarf að segja upp vinnunni í grænmetinu. Púff ég hata allt svona að þurfa að segja upp vinnu dem hvað það er leiðinlegt, ekki að það sé svo skemmtilegt að vinna þarna en bara......erfitt. En ég get ekki verið á báðum stöðum í einu svo ég verð að velja annað og það er auðvitað hérna upp á spítala.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim