Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, ágúst 03, 2004

Sólbrún........................sólbrunnin

held að það síðarnefnda sé niðurstaða dagsins, því það vill nú svo skemmtilega til að mér tekst ekki að verða sólbrún. En í gærkvöldi blöstu afleyðingar strandferðarinnar við mér, eldrauð og hvergi brúnn blettur. Ég skrópaði í vinnuskólanum mínum og fór með Ársól í skólann, svona þar sem það var fyrsti skóladagurinn í gær. Þau fengu nýjan kennara, meira að segja tvo kennara, nýja stofu, borð og stóla. Þvílíkt spennandi að vera komin í 1.c. Loksins. En fyrsti dagurinn var sem betur fer stuttur, því það var bongóblíða. Svo í stað þess að fara í skólann (minn) þá fórum við bara á ströndina, þvílíkt kæruleysi. Sjórinn var reyndar í kaldari kantinum og Gummi hæna gat ekki farið út í.....híhíhíáþig. En við mæðgurnar uðum lengst útí sjó, þótt við værum alveg að krókna. brrrrrrr. Auðvitað úðaði ég á mig sólarvörn eins og ég ætti lífið að leysa en allt kom fyrir ekki ég þarf einhver rótækari ráð ef ég á að sleppa, hmm kannski ég taki upp siði múslimana og fari í sund í öllum skrúðanum sem þær bera alla daga. Vááá nei þá verð ég nú bara að sólbrenna smá. En ótrúlegt en satt þá tókst Gumma að brenna meira en ég, hélt að honum tækist þetta nú ekki. Hann var nefnilega með töffarastæla og vildi ekki fá (kellinga) krem á sig og hvað gerist.....hann er eins og karfi.

Í dag er ég sem sagt að vera rosa dugleg - eins og sést.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim