Fyndið símtal
Ég var að tala við Ársól í gær í símann.
F : Hver er að gráta þarna fyrir aftan þig?
Á: mamma hann er ská fyrir framan mig.....daaaaa (auðvitað)
F: En hver þa er að gráta þarna ská fyrir framan þig?
Á: Það er bara hann Arnaldur
F: núú
Á: já hann grenjar á hverjum degi án þess að það sé eitthvað að!!
F: Hvurslags
Á: Já en núna veit ég af hverju hann er að grenja!
F: Af hverju
Á: Af því að það er verið að klippa AF honum neglurnar
Mjög fyndnar umræður í símanum. Daginn áður þá varð hún að leyfa mér að heyra í hænunum hennar ömmu. Fór með símann út í garð og leyfði mér að heyra gaggið í þeim. Hún "sýndi" mér líka að þær væru búnar að fá göng og allt. Ég var að spyrja hana hvar í garðinum girðingin væri, þá kom jaa bíddu ég skal telja...... einn....tveir....þrír..............tólf skref frá rabbabaranum. hahaha hrykalega fyndið.
Við erum enn að venjast þessari einveru, förum í búðina og ég er alltaf með á tilfinningunni að ég sé að gleyma einhverju. Skrýtið. En við erum líka búin að gera hluti sem við höfum ekki gert fyrr. Á fimmtudagskvöldið fórum við út að borða á fínum veitingastað og sátum í 2-3 tíma. Föttuðum þá að við höfum aldrei áður farið 2 ein út að borða á fínan stað. Þetta var rosa gaman og maður á örugglega eftir að taka upp á þessu í tíma og ótíma!! Fórum síðan í tónleika í kongens have. Á föstudagskvöld fórum við svo í bíó, 50 first dates, hún var bara fyndin. VIð höfum ALDREI farið í bíó saman, ég meina ekki í Odense. svo það var skemmtileg tilbreyting.
Annars er ég núna upp á sjúkrahúsi og er að glíma við að koma beinagrind saman, það en ekki svona venjulegri beinagrind, heldur svona beinagrind að ritgerðinni minni. Það er alltaf pínu hausverkur.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim