Einkunnir
Var með fyrirlestur í dag fyrir deildina mína á spítalanum í dag. Þetta gekk bara fínt og ég var ekki að deyja úr stressi. En mér fannst vanta að ég fengi einkun til þess að vita hvernig mér hefði gengið. Skrýtið hvernig maður er.
Gummi er að sækja Grétar út á flugvöll. Þeir verða örugglega komnir hingað vonandi um ellefu.
Ég er búin að kaupa flugmiða fyrirprinsessuna á heimilinu. Hún fær að fara alein til Íslands í 1/2 mánuð. Verður hjá ömmu og afa að hjálpa þeim að hugsa um alla hænuunganna, sem þau eru búin að vera að unga út. Verður örugglega rosalega spennandi fyrir hana að fara í svona ævintýri.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim