Freyja

Týnd í tölvunni

sunnudagur, júní 06, 2004

Åh abe

Við Ársól og Birgitta fórum á tónleika í gær þar sem við sáum allar stórstjörnurnar sem eru í júróvision fyrir börn. Ársól sá uppáhaldssöngkonuna sína hana Anne. Þetta var rosa gaman og þvílíkt gott veður. Logn og 23 stiga hiti og ég er ein brunarúst. Gummi segir að ég líti út eins og zebrahestur en það er allt í lagi þ´vi mér finnst þeir svo sætir.

Á meðan við fórum á tónleikana, skruppu þau B+A+G til Þýskalands í smá verslunarleiðangur og vitiði hvað haldið þið ekki að hann Gummi komi sífellt á óvart....fyrir utan að kaupa skyrtu á sig þá keypti hann peysu og bol á MIG. Hvað er að gerast eiginlega.............ég er eiginlega bara ennþá kjaftstopp. Hann fékk meira segja stelpu í búðinni til þess að máta fyrir sig..... finnst það nú eiginlega bráðfyndið sérstaklega þar sem hún talaði ekki stakkt orð í ensku. En þetta getur hann strákurinn. Stollt af honum

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim