Freyja

Týnd í tölvunni

mánudagur, maí 10, 2004

Löng og góð helgi að baki og nokkrir dagar í næstu helgi.

Já síðasta helgi var rosa fín. Við fengum heimsókn frá Guðbjörgu og Vigni á laugardag og borðuðum með þeim og Melkorku og Frikka grillmat. Namm namm. Ársól fékk að vera í pössun hjá henni uppáhalds Heiðu og þeim fannst það held ég bara mjög skemmtilegt. Kvöldið var mjög skrautlegt og ég læt duga að segja að Frikki sofnaði fyrstur ég önnur og hinir fóru á barinn. Dagurinn eftir var ekki eins skemmtilegur og sá fyrri, slatti af köllum að spila á trommur í hausnum á mér og fleirum. Ekki gaman. Svo fóru líka afleiðingar kvöldsins að koma í ljós. Ég fann jakka og peysu sem krakkarnir komu með heim og Gummi fann ekki veskið sitt. Hmmmm ekkert allt of sniðugt. Jakkinn komst til eiganda síns þar sem lyklarnir voru í vasanum og Gummi fann veskið í gærkvöldi út á bar. Svo þetta var bara góður endir.

Á sunnudagskvöld fórum við ásamt afganginum af stórfjölskyldunni þeim Sigurrós Ingva og Nökkva, Þóru og Gústa upp í koloni have og áttum notarlega kvöldstund með þeim.

Við keyptum okkur líka þessa ofurflottu þvottavél á laugardag. Ekkert smá þægilegt bara hægt að tölvustýra henni og programma. Nú verð ég alltaf að þvo.......

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim