Freyja

Týnd í tölvunni

mánudagur, maí 03, 2004

Legoland

Við Ársól og Sigurrós og Nökkvi skelltum okkur í Legoland í gær. Vá gaman gaman loksins gat Ársól sýnt mér allt í Legolandi því hún hafði farið áður, með Natalíu og Davíð. Við fórum í fullt af skemmtilegum tækjum, borðuðum risa skammta af mat og höfðum það ferlega huggulegt. Lögðum af stað up úr níu vááá ekkert smá snemma á sunn. morgni. en ég held að Nökkvi hafi verið vaknaður kl 6. Svo það var ekki eftir neinu að bíða. Þegar við komum á staðinn byrjaði auðvitað að rigna og í kjölfarið þrumur og eldingar og svo enn meira rigning. En ekkert mál fyrir æsta Íslandinga sem ætla sko að skemmta sér í Legolandi, það var bara keypt regnslár fyrir þá sem þurftu og það passaði til, því það hætti snögglega að rigna og sólin sýndi á sér sína bestu hlið. Ahhhh hjúkket. Við Nökkvi hetjurnar fórum í svaka rússibana, sem fór beint niður vúfff, Ársól og Sigurrós horfðu á...... báðar jafn hugrakkar. Eftir frábæran dag í garðinum brunuðum við heim.

Er að vinna eins og kannski sést.......mjög dugleg. Er bara að bíða smá, held áfram á eftir. Stutt vinnuvika því það er frí á föstudaginn, store bededag. Þann dag notum við auðvitað til þess að biðja stórra bæna. Eða hvað...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim