Freyja

Týnd í tölvunni

mánudagur, apríl 19, 2004

Afmæli afmæli afmælis sunnudagur. Við fórum í tvö afmæli í gær, annað hjá Davíð sem var 7 ára. Síðan fórum við til Melkorku sem var 26 ára í gær. Fengum fullt af vöfflum og pönnslum + allt annað góðgæti. Frekar gott get ég sagt ykkur. Fullt af börnum sem gátu leikið sér saman. Ársól hitti nýja stelpu og þær voru stóru stelpurnar og lokuðu sig inní herbergi, til þess að geta fengið frið. Gærkvöldið fór svo í að púsla saman skáp sem er inn í herbergi, þá er eiginlega hægt að segja að herbergið sé fullt, bráðum kemst Gummi ekki fyrir. 'otrúlegt sem er hægt að troða í þessa íbúð.

Á lau kvöldið drógum við þræla með okkur upp í koloni, þetta voru þrælarnir Þóra og Gústi þau voru auðvitað látin vinna fyrir prins pólóinu sem þau reyndar komu með líka..................En þau unnu alveg vel fyrir þessu, ekkert smá langt síðan ég hef gætt mér á prins pólói. Namm namm. Við erum með froskarækt þarna uppfrá, það er vatn rétt hjá og þar er fullt af froskaeggjum. Svo liggja alltaf nokkrir froskar og passa eggin, þetta er mjög spennandi rækt og við bíðum spennt eftir að þarna fari allt að iða í litlum froskabörnum.

Gunnar hennar Ásu á afmæli í dag, til hamingju með daginn Gunnar, Ása á afmæli á morgun og svo Eydís eftir 8 daga, ekkert smá mikið að gera í fjölskyldunni.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim