Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, mars 23, 2004

Ruggutönnin er farin!!

Ársól er búin að missa framtönn. Loksins loksins það er búið að bíða mikið eftir að ruggetönnin detti alveg. Og í gærkvöldi kippti hún henni sjálf úr. Þvílík hetja. Svo mamma og pabbi (amma og afi) nú fáið þið sko að sjá alvöru skarð!! Þetta var frekar stolt stelpa sem hélt á tönninni í gær. Það er farið að telja niður þar til þið komið í heimsókn, búið að gera dagatalið þannig að auðvelt sé að telja dagana. Annars er Ársól enn með hósta, ætlar ekkert að ná þessu úr sér, en nú verður allt sett á fullt í galdralækningum svo menn verði orðnir frískir áður en amma og afi komi. VIð ætlum sko að fara í bústað með þeim á suður sjálandi. það verður svo sannarlega notarlegt hjá okkur, líka þar sem litli krútt frændi hann Fjalar ætlar að koma. Verður sko aldeilis hægt að fara í mömmó með honum......(hann getur allavega verið dúkkan).

Biðjum að heilsa

Freyja og Ársól

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim