Freyja

Týnd í tölvunni

laugardagur, mars 13, 2004

Hvað er notarlegra en að vakna á laugardagsmorgni, og borða ristað brauð upp í rúmi. Ahhhh það er ekkert smá notarlegt. Þurfti reyndar að taka allt af rúminu eftir þessa máltið okkar mæðgna, þar sem rúmið var eiginleg fullt af brauðmylsnu. En notarlegt samt. Gummi fór í skólann eldsnemma í morgun svo við vorum bara tvær heima.

Ég veit ekki hvað ég hef séð margar hryllingsmyndir um ógnvekjandi hluti sem gerast innan veggja sjúkrahúsa seint um kvöld....og ég hef alltaf sagt við sjónvarpið, og fólkið sem er að leika í myndunum ( já ég tala oft við sjónvarpið) " Þú átt ekki að vera þarna um kvöld, þá gerist alltaf eitthvað hræðilegt, drífðu þig heim". En hvað gerði ég á föstudagseftirmiðdag ég þurfti að fara upp í vinnu eftir að Gummi kom heim úr skólanum, það var búið að læsa öllu og húsvörðurinn hleypti mér inn, allt slökkt og dimmt. Uhhhhhhh, komst inn á rannsóknarstofuna mína og fór að vinna. Þetta var ekkert smá hræðilega skringilegt. Heyrði fullt af skringilegum hljóðum og fannst alltaf einhver vera að koma. Þetta var svona atriði eins og þegar við stelpurnar í hverfinu vorum að horfa á hryllingsmyndir heima hjá Hrafnhildi og Heiðu, og við sátum allar öskrandi undir teppi. Ég beið bara eftir að eitthvað myndi gerast. En sem betur fór var nóg að gera hjá mér og ég hætti að taka eftir öllum þessum skringilegu hljóðum, en ég var allavega ferlega fegin að ég þurfti ekki að fara niður í undirkjallarann á spítalanum, það er ekki venjulegur kjallari, maður lætur alltaf vita þegar maður fer niður, og helst bíður maður þar til einhver annar þarf að fara niður. Var mjög fegin þegar tilraunin sem ég var með í gangi var búin og ég gat farið heim.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim