Ég stóðst ekki mátið og bakaði bollur í gær þegar ég kom heim úr vinnunni. Auðvitað gat ég ekki beðið eftir að mamma kæmi. Skellti í nokkrar vatnsdeigbollur, þið sem hafið bakað svoleiðis vitið sennilega að þetta er ekki eins auðvelt og það hljómar!!! Allt gekk rosa vel meðan ég sauð saman vatn og smjörlíki (hmmmm hvað gæti svossum farið úrskeiðis í því) svo var hveitinu skellt út í allt enn eftir planinu.......ohhhh svo þarf að láta þetta kólna.......og fyrir bráðláta eins og mig þá þýðir það bara eitt, missir áhugann á meðan degið er að kólna......en nei nei ég skellti þessu bara ofaní frystirinn og lét það bíða þar. Gleymdi mér reyndar þar sem ég var niðursokkin í haveblaðið. og þegar ég tók deigið upp úr var það auðvitað frosið. Jæja ekkert við því að gera slumma eggjunum út í og baka í ofnunum. Þetta urðu nú reyndar engar bollur, bara klessur. En djöfull voru þær góðar, þegar var búið að moka glassúr, jarðaberjasultu og rjóma ofaná. Nammm nammm. Þær voru sko kláraðar á augabragði enda komu aðeins 12 bolluklessur úr þessu bakarastandi.
Svo var borðaður saltfiskur með ormum í í kvöldmat. Mér finnst nú eiginlega betra að borða ormana þegar ég sé þá ekki. Td þegar er búið að hakka þá með fiskinum. En Gummi segir að þetta sé hollt, hvað gerir maður ekki fyrir hollustuna.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim