Váááháááá það var svo geggjað gaman.
Eins og kannski einhverjir vita þá var þorrablótið okkar hérna í Odense haldið núna um helgina. Þetta var alveg frábært blót og ég skemmti mér konunglega. Við erum búin að vera að undirbúa þetta í langann tíma og loksins var komið að því. Á föstudaginn vorum við uppí Højby samkomuhúsinu að undirbúa allt. Vorum langt fram á kvöld og mættum snemma á laugardagsmorgun. Við Sigurrós fórum svo og tókum á móti hljómsveitinni Á móti sól á lestarstöðina. Brunuðum með þá ísamkomuhúsið, kom í ljós að það vantaði monitorkerfi...............hmmm klikkaði aðeins. En því var reddað á smá tíma. Kartöflum og rófum var skellt í potta (held að það hafi verið 8 pottar) við biðum og biðum en ekkert gerðist, ekkert sauð og ekkert bullaði. Kom í ljós að eldavélin og ofninn virkaði ekki..............gó ráð dýr. Við vorum að fá 100 hungraða íslendinga í mat um kvöldið og maturinn ekki á leiðinni að eldast. Rafvirkinn var kallaður út og var hann heil lengi að finna út hvað bjátaði á. Kom í ljós að þetta var allt að leiða út og við hefðum vel getað verið búin að drepa okkur þarna á þessum útbúnaði. En loksins virkaði þetta og það var hægt að fara að elda. Nokkrir taugatitringar og svitadropar sem komu fram hjá okkur. En við stukkum heim í sturtu og gerðum okkur sæt og fín.
Síðan var rútan tekin upp í hús þar sem fólk frá Horsens tók á móti okkur með íslensku brennivíni og hákarli í forrétt.
Veislustjórarnir okkar Sara og Elvar voru frábær og kynntu undir salnum með laginu Kötturinn Búlli, eiginlega frekar fyndið. Skemmtiatriðin voru ekki af verri endanum og þar má nefna karlakórinn rasskinnar og annál ársins. Einnig voru the drinking brothers mættir á svæðið. Þetta voru þeir félagarnir Gummi og Ingvi sem spiluðu á orgel með þriðja fætinum. Þeir gerðu þetta með glæsibrag og fengu mikið klapp fyrir. Einnig var karlakórinn með happadrætti, vinningshafinn fékk hestaferð þvert yfir Ísland. Hann Óli var svo ansi heppinn að fá þessa ferð í vinning. Klárinn hann Axel (minnsti karlakórsmeðlimurinn) var tilbúinn fyrir knapann Óla ( sem er með þeim hæðstu í salnum) og tóku þeir góðann reiðtúr þvert yfir Íslandskortið sem lagt var á´sviðsgólfið. þetta var ótrúlega fyndið atriði.
Þegar skemmtidagskráin var lokið hófst dansleikur með hljómsveitinni Á móti sól og voru þeir hreint út sagt frábærir. Það er bara ótrúlega leiðinlegt að ballið sé búið buhuuuuu. Ég var sko ekki tilbúin að hætta. En þeir náðu upp þvílíkri stemingu.
Eftir ballið var auðvitað tekið til á fullu og svo var farið í eftirpartý sem stóð til kl 6:30. Þá var farið heim að sofa. Farið á fætur kl 9:30 og farið að ganga frá í samkomuhúsinu og sækja dótið. Áhhhhh þetta var frekar erfitt. Var allavega fegin að ég þurfti ekki að keyra.
Þetta var frábær helgi og ég væri til að ég væri að fara á ball með Á móti sól aftur núna um helgina. En þá förum við til Horsens og vinnum á ballinu hjá þeim. Þá fáum við ball með Írafár. Hlakka bara til.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim