Freyja

Týnd í tölvunni

fimmtudagur, janúar 15, 2004

Jæja nú er engin afsökun lengur. Fríið er búið og ekkert við því að gera. VIð komumst farsællega til íslands og það var ekkert smá notarleg tilfinning þegar flugvelin lennti á Keflavíkurflugvelli, Góðir farþegar velkomin heim, gæsahúð...... Okkur langaði bara til að standa upp og klappa, en þar sem maður á að sitja kyrr í sætum sínum létum við okkur nægja að klappa. Það var bara horft á okkur, en hvað með það við vorum þvílíkt æst að komast út úr flugvélinni og hlaupa út úr flugstöðinni. Þurftum aðeins að hinkra meðan eitthvað gamalt fólk kom sér útúr vélinni en þegar röðin kom að okkur var þetta eins og þegar kúnum er hleypt út á vorin. Hlupum eins og fávitar í gegnum tollinn og stoppuðum ekki einu sinni þótt leitartækin pípuðu, með tollarana á hælum okkur hlupum í gegnum fríhöfnina og tókst naumlega að sleppa.........

Fengum auðvitað þvílíkt góðar móttökur á íslandi. Þoka, rigning og smá rok. Notarlegt. Höfðum það annars alveg hrykalega gott og maður er að reyna að trappa sig niður í matar og sætindaáti, gengur ekkert alltof vel, því maður er alltaf svangur.

Læt þetta nú bara duga í bili

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim