Kann sko að bjarga sér......
já það kann hún Ársól. Eins og glöggir lesendur muna eflaust, þá var ég göbbuð allverulega fyrir skemmstu, sem er ekki frásögu færandi nema út af því að miklar umræður spunnust um það af hverju maðurinn hafi verið að selja falsaðar myndir og hvers vegna við hefðum keypt þetta af honum og af hverju þetta og af hverju hitt....eins og þið getið ímyndað ykkur hvað sex ára krakkar geta spurt mikið.
Allavegana ákvað hún að teikna fullt af myndum og ganga í hús og selja. Hún kom með hinar ýmsu myndir heim úr skólanum og bað síðan pabba sinn um að skrifa fyrir sig miða. Þau gengu síðan hérna um nágrennið og seldu myndir. Eða allavega eina, Sigurrós keypti eitt listaverkið. Það var ekki fyrr en að þau komu heim að ég sá hvað stóð á miðanum:
ÉG ER AÐ SAFNA FYRIR MÖMMU........
svona er þetta með þessa stubba, þau geta sko svo sannarlega reddað heiminum og ef maður á námsmenn fyrir foreldra þá finnur maður aðrar leiðir til þess að ná sér um pening. Ég held líka að hún hafi ákveðið að senda mynd til ykkar mamma og pabbi og þið eigið þá bara að senda íslenska peninga í í umslagi til hennar það er ef þið eigið enga danska!!
Annars erum við búin að hafa fínann dag, við fórum með Sigurrós og Nökkva út að borða á mexikóskum veitingastað og fengum rosa góðan mat. Leigðum síðan spólur eina fyrir krakkana og DVD fyrir okkur stelpurnar, þvílíkt kósý kærastalaust kvöld, þar sem karlpeningurinn á svæðinu er á fótboltaslútti..................já auðvitað veltið þið því fyrir ykkur hvað hr Guðmundur sé að gera á fótboltaslútti maðurinn sem kemur ekki nálægt slíkri vitleysu, en svoleiðis eru mál með vöxtum að hann er titlaður læknir liðsins og hann drekkur bjór það er nóg til þess að vera meðlimur í þessari kallaíþrótt.
Landsmenn nær og fjær ég býð ykkur góða nótt
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim