Allt að verða vitlaust hérna, núna er ég og Mads leiðbeinandinn minn á spitalanum, komin á fullt með að keyra sýnin sem hefur verið safnuð fyrir þessa rannsókn, sem er hluti af mínu verkefni og doctors verkefninu hans. Svaka spennandi, loksins þegar eitthvað gengur og þa er bara að krossa fingur og vona að ekkert klikki. En annars er fínt að vera hérna á spítalanum, þad er hætt að vera óþægilegt að fara í matsalinn (maður var alltaf hálfbjánalegur að fara niður og borða þegar maður þekkir engann og situr aleinn og borðar nestið sitt .........buhuuu þetta fylgir því að vera nýr starfsmaður í útlöndum hehe) sem sagt þetta er bara orðid fínt, og ég bulla bara fínu dönskuna mína með ensku og íslensku slettum inn í. Ætti ekkert að vera að kvarta þad er ein kínversk hérna, búin að vera í 3 ár og kann bara að segja farvel og gódan dag!!
Er annars bara að laumast í tölvuna á labbinu, vona að enginn sjái til mín. A audvitad ad vera ad gera eitthvad ferlega visindalegt en................er ad bida eftir tvi ad andinn komi yfir mig
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim