Freyja

Týnd í tölvunni

mánudagur, september 29, 2003

Nú er frost á Fjóni, frýs í æðum blód.....

Brrrr þad er orðið frekar kalt að hjóla í skólann á morgnanna núna, ég heð meira að segja að það hafi verið frost í nótt, ekki nógu gott mál því það er ekki einu sinni kominn nóvember, bara september ennþá.... Fólkið er frekar hissa á því hvað við íslendingarnir erum miklar kuldaskræfur svona upp til hópa, er ekki svo ííískalt á íííslandi???? Neibbbb þad er miklu kaldara hér, við erum líka svo dugleg að kinda húsin okkar heima. Á kolleginu þa er kveikt a ofnunum a kvöldin um 10 og svo er slökkt fyrir 7 á morgnanna, brrrr. Við fáum okkur bara rafmagnsofna til að hafa i hverju herbergi (eins og við séum með geggjað mörg herbergi!!!)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim