Laugardagur 20. sept
Klakamót 2003, er þessa helgina, þar safnast íslenskur karlpeningur úr allri Danmörku og spilar fótbolta. Gummi fótboltahetja ákvað að vera ekki með í liðinu að sinni en fékk betri stöðu fyrir vikið, hann titlast læknir liðsins. Er með hvítan slopp, sprautur og fullt af bjór sem ætti að lækna alla slasaða sem óslasaða leikmenn. Í kvöld verður svo borðað og svo verður farið á ball í Miðgarði. Við stelpurnar ætlum að kaupa okkur kínverskan mat og borða hann heima hjá Sigurrós. Svo á að fara í partýspil og fleira skemmtilegt, það er spurning hvort einhverjar nái að komast niðrí Miðgarð hehe. En ég ætla reyndar ekki að fara í bæinn því Ársól er lasin. Ekki gaman.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim